Letur sem icon
Skrifaš 12. nóvember, 2012 af Gķsla

Það er orðið alltof langt síðan ég hef skrifað hérna. Mig langar aðeins að fara inn á að nota myndletur í staðinn fyrir grafísk icon. Við ákváðum að fara þessa leið í einu verkefni hjá okkur og það hefur komið mjög vel út. Eftir að hafa skoðað þetta soldið þá ákváðum við að notast við icomoon þar sem þeir bjóða upp á ansi gott úrval af iconum og eru með flott app til að til að búa til letur til að vinna með.

Þetta er ótrúlega hentugt þar sem auðvelt er að vinna með letrið. Auðvelt að leika sér með liti og stærðir, einnig er einfalt að setja saman icon til að búa til sín eigin. Mín reynsla eftir þetta er að ég mun nota þessa leið aftur þar sem þetta gefur mikið svigrúm. Mæli eindregið með þessari lausn.

Til baka

Athugasemdir (0)

Enginn hefur tjįš sig ennžį