Ţjónusta

Unit, vefdeild Nethönnunar hefur mikla reynslu af hönnun og uppsetningu á vefsvæða. Við höfum annast fyrirtækjavefi með stór veftré sem skiptast milli ólíkra deilda og einfalda myndræna vefi þar sem hönnun og hreyfigrafík eru í fyrirrúmi. Verkefnin skipta hundruðum og verða sífellt fleiri.

Það er stefna okkar að þróa vandaða og notendavæna vefi sem nýta hagkvæmustu og skilvirkustu þróunartól sem völ er á hverju sinni. Markmiðið er ekki bara að hanna flotta vefi og setja þá upp í vefumsýslukerfi svo hægt sé að uppfæra þá á auðveldan hátt, heldur einnig að skila viðskiptavinum okkar árangri.

Unit býður heildarlausn í vefmálum þar sem við byrjum á að greina þörfina og veita ráðgjöf þar sem markmið eru fundin.  Næst er verkefnið skipulagt og verkefnum úthlutað.

Við getum hannað vefi í öllum stærðum og gerðum. Fyrir stærri vefi sem miða við að ná fram ákveðnum markmiðum í miðlun efnis og markaðssetningu mælum við með að viðmótshönnun sé unnin frá grunni samkvæmt þeim þörfum og kröfum sem koma fram í greiningu. Við getum einnig sett upp einföld vefviðmót sem eru fyrirfram stíliseruð til að auðvelda vinnu við uppsetningu. Við getum einnig unnið með auglýsingastofum fyrirtækja sé þess óskað og fengið tillögur frá þeim eða unnið að tillögum í samstarfi við þá.