Um Neth÷nnun

Nethönnun er framsækið þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki sem hefur það að markmiði að veita persónulega, góða og alhliða tölvuþjónustu.

Við höfum sérhæft okkur í ráðgjöf og rekstri tölvukerfa, allt frá viðhaldsrekstri og aðstoð, til reksturs tölvukerfa frá A-Ö fyrir viðskiptavini okkar.

Okkar helsti styrkur er sú sérþekking sem við höfum öðlast á áralangri reynslu í heimi upplýsingatækni. Reynsla og ástríða sérfræðinga Nethönnunar á viðfangsefnum líðandi stundar hefur skilað okkur í fremstu röð meðal jafningja. Við leitumst við að halda okkur í fremstu víglínu þekkingar og tækni, ekkert tengt upplýsingartækni er okkur óviðkomandi.

Við leitumst við að leita hagkvæmustu leiða fyrir viðskiptavini okkar bæði hvað varðar vinnu og vörur sem við bjóðum upp á.

Hugbúnaðardeild Nethönnunar hefur þróað á undanförnum árum lausnir sem eru sérsniðnar að þörfum íslenskra fyrirtækja með möguleika á tengingum við algengustu rekstrarlausnir í notkun í dag. Nethönnun hefur einnig hugbúnaðarlausnir til endursölu sem eru leiðandi á sínu sviði. Allar hafa þær skarað framúr öðrum lausnum með tilliti til gæða og verðlags.

Frá árinu 2008 hefur verið starfrækt vefsmíðadeild hjá Nethönnun en nú hefur hún fengið nýtt nafn og gengur undir nafninu Unit. 

x.is er einnig vara frá Nethönnun sem kom á markað í lok árs 2010. Á x.is er í boði hýsingaþjónusta, VPS og frítt dns allt í sjálfsafgreiðslu.

Frekari upplýsingar um Nethönnun má finna hér.