Notendaskilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda um Unit þjónustu og vörur Nethönnunar ehf  og reikningshafa:

 1. Viðskiptavinir leigja það útlit sem valið er nema um annað sé samið.  Vefumsjónar-, verslunar- og bókunarkerfi Unit eru aðeins leigð til afnota en ekki til eignar.
 2. Uppsögn á þjónustu skal tilkynna með minnst mánaðar fyrirvara á netfangið unit@unit.is
 3. Unit mun eftir fremsta megni tryggja trúnað og öryggi viðskiptavina og þeirra gagna sem þeir kunna að geyma á vefsíðum sínum.
 4. Endurgjald fyrir þjónustu Unit reiknast frá samningsgerð og greiðist mánaðarlega. Áskriftargjald reiknast samkvæmt gildandi gjaldskrá Unit á hverjum tíma.  Gjalddagi er fyrsti hvers mánaðar.
 5. Notandi fær notandanafn og lykilorð. Notandi ber ábyrgð á því að lykilorði sé ekki deilt með öðrum og ber því fulla ábyrgð á því sem þar er framkvæmt eftir innskráningu.

  Unit ábyrgist ekki:
  1. Tjón vegna tengiörðugleika, nauðsynlegra viðgerða og endurbóta á búnaði Unit eða óviðráðanlegra ytri aðstæðna.
  2. Unit getur aldrei orðið ábyrgt vegna hvers kyns tjóns sem notandi kann að verða fyrir við notkun  á kerfinu

   Eftir að samningur hefur komist á ábyrgist reikningshafi að fylgja notkunarskilmálum svo og eftirfarandi notkunarreglum:
   1. Óheimilt er að birta efni á heimasíðum sem ekki er í samræmi við lög og reglur eða almennt velsæmi. Þar með talið er efni sem er ærumeiðandi.
   2. Óheimilt er að nota tenginguna til að dreifa efni þannig að það brjóti í bága við lög og reglur. Til dæmis lög um eignarrétt, höfundarrétt eða almennt velsæmi.
   3. Óheimilt er að trufla aðgang annarra að netinu s.s. með óhóflegri umferð eða beinum skemmdarverkum.
   4. Viðskiptavinum er óheimilt að starfrækja þjónustu á tölvum eða einkanetum sem getur truflað kerfisrekstur og eða þjónustu við aðra viðskiptavini.
   5. Hvers kyns óumbeðin fjöldadreifing á upplýsingum s.s. auglýsingum, áróðri eða keðjubréfum er óheimil.
   6. Fylgja skal þeim reglum sem gilda á hverri ráðstefnu (Newsnet/Usenet).
   7. Fylgja skal þeim reglum sem gilda á spjallrásum (IRC). Notkun spjallrása er þó á eigin ábyrgð.
   8. Brot gegn liðum i) til vii) kann að valda viðkomandi bóta- og/eða refsiábyrgð að lögum.
   Unit áskilur sér rétt til að ákvarða hvort tiltekin samskipti teljast brjóta í bága við þessar reglur.
 6. Unit áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum póst, bréf og tölvupóst með tilkynningum er varða þjónustuna.
 7. Unit áskilur sér rétt til að eyða gögnum viðskiptavinar ef reikningar hafa ekki verið greiddir samfellt í 4 mánuði.
 8. Hvers kyns ósiðleg eða ólögleg notkun á neti Unit er með öllu óheimil, en verði notandi uppvís um slíka notkun, verður lokað á þjónustu viðkomandi. Þá áskilur Unit sér rétt til að aðstoða rannsakendur við að upplýsa mál sem kunna að koma upp og tengjast vefsvæðinu.
 9. Skráður rétthafi telst ábyrgur fyrir að skilmálum Unit sé fylgt. Reikningshafi ber alfarið ábyrgð á notkun auðkennis síns sem og öllum samskiptum og/eða gögnum sem frá því stafa þ.m.t. vefsíður, tölvupóstur, netfréttagögnum og skrárflutningsgögnum
 10. Þá er reikningshafi sjálfráður um hvert hann leitar upplýsinga eða gagna á neti Unit og netum sem því tengjast.
 11. Unit ábyrgist ekki innihald vefsíðna, tölvupóstsendinga eða ráðstefnugagna sem stafar frá einstökum notendum nets Unit eða netum sem því tengjast.
 12. Telji starfsmenn Unit  að reikningshafi fylgi ekki notkunarreglum, er Unit heimilt að takmarka eða loka algerlega fyrir aðgang reikningshafa að þjónustu sinni án fyrirvara.
 13. Sé  reikningar áskriftargjalds ekki greiddir innan 2 mánaða má reikningshafi búast við að lokað verði fyrir þjónustu við hann innan 24 tíma og viðskiptaskuld viðkomandi reikningshafa send í innheimtu.
 14. Greiðslur vegna þjónustu Unit eru ekki endurgreiðanlegar, nema að ranglega hafi verið rukkað fyrir þjónustulið.
 15. Ekki er heimilt að nota nafn eða auðkenni Unit án tilskilins leyfi, merkin eru skráð eign Nethönnunar ehf.
 16. Rísi dómsmál vegna notkunar Unit skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
 17. Skilmálar þessir kunna að verða endurskoðaðir án fyrirvara gerist þess þörf vegna breytinga á þjónustuframboði eða fjárskipta starfsemi þeirri sem Unit semur notendum.
 18. Notandi skal að öllu leyti virða þær umgengnisreglur sem settar eru notendum á internetinu, þ.m.t. reglur sem gilda á öðrum hlutum þess og þær notkunarreglur sem heildarsamtök aðila að internetinu setja.
 19. Nethönnun ehf. er á engan hátt ábyrg vegna tjóns eða annars skaða sem kann að leiða af því að notandi getur ekki notað netfang sitt, notanda ber sjálfum að taka afrit af gögnum sem hann geymir á vefsvæði sínu og tölvupósti.